Um okkur

Um okkur

Hús og heilsa er stofnað árið 2006 og var fyrsta og lengi vel eina fyrirtækið á Íslandi sem sérhæfir sig í skoðun og rannsóknum á húsnæði með tilliti til raka og þeirra lífvera sem vaxa við þær aðstæður. Á meðal þeirra sem hafa leitað eftir þjónustu okkar eru tryggingafélög, verktakar, verkfræðistofur, einkafyrirtæki, opinberar stofnanir og einkaaðilar en við höfum skoðað yfir 6000 byggingar á Íslandi.Hús og heilsa er rekið fyrstu 6 árin sem non – profit fyrirtæki þar sem rekstarafgangur fer í að senda starfsfólk á ráðstefnur, halda ráðstefnur og námskeið.
gildin

Ráðstefnur sem starfsfólk Húss og heilsu hefur tekið þátt í eru eftirfarandi:

 • Construct Canada 2017
 • Healthy buildings 2017 Lublin Póllandi
 • Indoor Air 2016 Ghent, Belgíu
 • Construct Canada 2016
 • Betri byggingar- Bætt heilsa, Grand hótel nóv 2015
 • CIRS læknaráðstefna 2015, Phoenix USA
 • Healthy buildings 2015 Eindhoven Holland
 • Raki og mygla í byggingum, Grand hótel otóber 2013
 • Bioaerosoles 2013, Atlantic city, USA
 • Byggingar, inniloft og heilsa, Norræna húsið Ísland mars 2012
 • Bioaerisol.org Saratoga Springs USA sept 2011
 • Indoor Air 2011, Austin, Texas
 • Nordic Indoor Air 2010, Stokkhólmur, Svíþjóð
 • Healthy Buildings 2009, Syracuse, USA

Gildi Húss&heilsu

  • heiðarleiki
  • heilsa/heilbrigði
  • hagkvæmni
  • hlutleysi

 

Kennsla/fyrirlestrar:

 • Háskóli Íslands 2017, örverufræði II
 • Háskólinn í Reykjavík byggingareðlisfræði, gestafyrirlestur: 2011-2015
 • Iðan fræðslusetur 2010-2015: námskeið fyrir iðnaðarmenn, Reykjavík, Egilsstöðum, Akureyri, Selfossi og Borgarnesi (samtals 15 námskeið).
 • Endurmenntun HÍ: 2012 og 2013 – 3 mismunandi námskeið.
 • Nýsköpunarmiðstöð Íslands: námskeiðið Allir vinna (4 námskeið um landið).
 • Læknadagar 2012
 • Ráðstefnur:

Byggingar, inniloft og heilsa 2012 í Norræna húsinu, gestafyrirlesari frá WHO Matthias             Braubach auk þess voru í fyrirlesarahópi læknar, verkfræðingar og arkitektar.

Byggingar og heilsa 2013, Grand hóteli í samstarfi við Mannvirkjastofnun, Nýsköpunarmiðstöð, Umhverfisstofnun og fl.

Aðrir fyrirlestrar 2009-2017:
Astma og ofnæmissamtökin,
Arkitektafélag Íslands: Ráðstefna Lýðheilsa og skipulag,
Matsmannafélag Íslands,
VÍS tryggingafélag,
VSÓ ráðgjöf,
Össur starfsmannafélag,
OR
Íslandsbanki
Landsbanki starfsmannafélag
Advania
BHM
DeCode,
Tandur,
Ráðstefna: Byggingar, inniloft og heilsa,
Almenna verkfræðistofan,
Sjóvá Tryggingafélag,
Staðlaráð Íslands,
Batteríið ARKITEKTAR,
REMAX mars 2013,
TM tryggingafélag 2014,
Rótary.

Mikilvægt er að aðilar innan byggingariðnaðarins og heilbrigðiskerfisins séu sammála um mikilvægi þess að byggingarnar okkar séu ekki heilsuspillandi. Það eru ekki síður byggingarefnin sem veljast inn í húsnæðið sem skipta máli. Mörg þeirra byggingarefna sem hafa verið notuð síðustu ár geta valdið heilsutjóni. Nauðsynlegt er að kynna áhrif lífrænna eiturefna (biotoxina) fyrir almenningi og öðrum sem tengjast heilbrigðiskerfinu á Íslandi. Á þessari heimsíðu eru nýjar rannsóknir kynntar sem eru viðurkenndar í vísindaheiminum.

 

Verkefnastjóri Húss&heilsu hefur tekið próf CMI (certified Mold inspector) frá MICRO og IICRC S520 “Standard and Reference Guide for Professional Mold Remediation“. Líffræðingur og/eða byggingartæknifræðingar sjá um sýnatökur. Hús & heilsa er meðlimur í ISIAQ (International Society of Indoor Air Quality and Climate) og tók þátt í ráðstefnu og vinnuhópum á ráðstefnunni Healthy Buildings 2009 www.hb2009.org og að auki sótt námskeið á vegum UST 2008.

Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir er meðlimur í samtökunum Global Indoor Health Network http://globalindoorhealthnetwork.com The Global Indoor Health Network is a dedicated group of scientists, physicians, researchers, building engineers, indoor air quality experts, industrial hygienists, attorneys, teachers, injured workers, advocates and others who are working together to promote healthy indoor environments in homes, schools and businesses. Hús og heilsa er fyrirtæki sem er stofnað til þess að vekja fólk til umhugsunar um áhættuna sem stafar af því að búa í híbýlum þar sem er viðvarandi raki og óheilnæmt inniloft.

Stofnandi og eigandi húss og heilsu er með B.Sc próf Í líffræði frá Háskóla Íslands, meistaranemi í lýðheilsuvísindum við HÍ og er þar að auki að sérmennta sig í rannsóknum og hreinsun á myglusveppum.

Ráðgjafar

Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir

sylgjaprofile

B.Sc líffræði, Certified mold inspector CMI

Lesa meira

Verktakar

wordpress