Þjónusta

FYRIRTÆKI & STOFNANIR

Vinnuvistarkönnun, sýnataka, skoðun húsnæðis, rakamæling, loftgæðamælingar.

Vinnuvistarkönnun gefur fyrstu vísbendingar um það sem betur má fara og það sem er gott í innivist.
Þegar niðurstaða könnunar liggur fyrir fer fram skoðun og úttekt á húsnæði, þar sem metin er uppbygging, rakavandamál og efnisnotkun í húsnæði. Auk þess er einnig athugað hvernig loftræsingu er háttað, lýsingu og hljóðvist ef þess er þörf.

-Loftsýnataka, snertisýnataka, sýni af byggingarefnum.
-Rannsóknarstofa EFLU, Mycoteam í Noregi, Náttúrufræðistofnunar Íslands og EMLAB í USA.
-Loftgæðamæling: loftraki, hiti og CO2 síritun.
-Agnamæling fyrir HEPA síur, loftræsikerfi og aðrar síur.
-Efnamæling á rokgjörnum efnum í innilofti
Sendið fyrirspurn á netfangið sds@efla.is eða husogheilsa@efla.is

HEIMILI
Hægt er að senda fyrirspurn á netfangið husogheilsa@efla.is
Símatímar mán-fim kl 9-10 sími : 665 6555/ 665 6244
—Rakamæling og ástand húsnæðis metið sjónrænt.

Við bjóðum upp á skoðun fyrir húseigendur á eigin húsnæði.
Æskilegt er að leigutakar hafi beiðni eða samþykki frá húseiganda.

Hraðskoðun. Íbúð og ákveðin svæði í húsnæði, meðalstór íbúð, rakamæling og ráðgjöf   ( minnisblað er ekki innifalið).  Hraðskoðun 1 klst getur ekki náð til allra svæða í húsnæði, ákveðin svæði eru skoðuð eins og tími gefst til.
Sýnataka er innifalin ef þörf er á og hentar í fyrstu heimsókn, en tegundagreining hjá Náttúrufræðistofnun Íslands eða USA er greitt fyrir aukalega.
Vinsamlega óskið eftir sýnatöku við heimsókn ef þess er óskað.
Í sýnatöku felst ekki opnun byggingarefna eins og gata veggi, opna í þak eða lyfta gólfefni nema að það henti við fyrstu heimsókn.

 

Námskeið, ráðgjöf  og fyrirlestrar.
Námskeið, ráðgjöf  og fyrirlestrar fyrir fyrirtæki og/eða einstaklinga um innivist, raka og myglu í húsum. Fyrirlestrar um forvarnir, framkvæmdir, frágang og hreinsun.

Skoðun og ráðgjöf:

Sylgja Dögg Sigurjónsdóttur

B.Sc Líffræði. Ráðgjafi. Meistaranemi í Public Health HÍ.
Certified Mold Inspector (CMI). IICRC S520 “Standard and Reference Guide for Professional Mold Remediation”.

Ráðstefnur: Healthy buildings 2009, Nordic Indoor air 2010. Indoor Air 2011, Bioaerosoles 2011. Meðlimur í ISIAQ.

mynd4mynd3Fenix-PD35

 

 Þjónusta

 • Rannsóknir og ráðgjöf vegna raka og myglu
  • Heimili
  • Vinnustaðir
  • Opinberar stofnanir
 • Ráðgjöf, verðmat og eftirlit vegna nýbygginga og viðhalds, fyrirbyggjandi aðgerðir

ferlar 

Ástæður skoðunar:

 • Einkenni húsasóttar
 • Slæm loftgæði
 • Sjáanlegar rakaskemmdir
 • Finna upptök leka og raka
 • Ráðgjöf við hreinsun
 • Ráðgjöf við viðhald
 • Ráðgjöf við nýbyggingu

Skoðun og rannsóknir geta verið eftirfarandi:

 • Húsnæði er skoðað sjónrænt með tilliti til raka
 • Rakamæling í byggingarefnum með 3 mismunandi rakamælum
 • Skoðun með IR hitamyndavél
 • Sýnataka vegna myglu , loftsýni, snertisýni, sýni til ræktunar.
 • Loftsýni vegna annarra agna

Skoðun og ráðgjöf vegna viðhalds, endurbóta og nýbygginga.
Hægt er að panta skoðun í tölvupósti í netfangið husogheilsa@efla.is og í síma 665 6244/ 665 6555 mán – fim kl 9-10.

 

Hús og heilsa fagsvið innan EFLU verkfræðistofu

Hús og heilsa er nýtt fagsvið innan EFLU sem framkvæmir rannsóknir á húsnæði vegna gruns um myglu. Sérfræðingar fagsviðsins hafa skoðað rúmlega 7000 byggingar á Íslandi með tilliti til raka og myglu, bæði vinnustaði og heimili. Við höfum unnið sem ráðgjafar samhliða vertökum, iðnaðarmönnum, tryggingafélögum og atvinnurekendum þar sem megin markmiðið að finna lausnir og að fjarlægja myglu, í framhaldi að koma í veg fyrir þær aðstæður þar sem mygla getur vaxið innandyra með fyrirhyggju. Í slíkum tilfellum þarf oft að koma til ráðgjöf á hönnun og aðgerðum.

Hús og heilsa veitir þá þjónustu að skoða húsnæði með tilliti til raka og myglusveppa. Þar sem raki nær að liggja fyrir eru miklar líkur á að mygla vaxi upp. Ákveðin svæði í húsnæði eru skoðuð með tilliti til raka og leka og athugað hvort að myglusveppir fyrirfinnist. Rakamæling er framkvæmd í byggingarefnum með 3 mismunandi rakamælum, myndataka með IR myndavél þar sem við á (skoða leka/raka/kuldabrú innan í veggjum með IR myndavél). Skoðun miðast við að reynt er að finna orsök myglusveppavaxtar. Almenn ráðgjöf fylgir hverri heimsókn um hreinsun á myglu.

Mikilvægt er að taka það fram að loftrakamælir getur ekki staðfest um tilvist raka né myglu í byggingarefnum.

Einnig er hægt að óska eftir sértækri ráðgjöf þar sem tekið er tillit til aðstæðna hverju sinni og þeirra sem dvelja í húsnæðinu við hreinsun.

Þar sem rakavandmál eða leki er í húsnæði eru yfirgnæfandi líkur á að rakasæknar lífverur vaxi upp innan 48 klukkustunda. Einnig ber að nefna að mygla getur ekki vaxið nema þar sem er raki. Það fer síðan eftir aðstæðum hverju sinni hvert umfangið er og hversu einfalt er að leysa vandamálið.

Ef þörf er á sýnatöku er sýnataka framkvæmd þegar hægt er að koma því við og sýni greind á viðurkenndum rannsóknarstofum. Sýnatöku þarf einungis að framkvæma þar sem vafi leikur á hvort að um myglu sé að ræða eða til þess að sannreyna að ástand sé óeðlilegt þannig að mygla nái að vaxa innandyra. Þar sem raki er óeðlilegur og æti til staðar má jafnan gera ráð fyrir vexti myglusveppa.

Loftsýnataka endurspeglar ekki ástand í húsnæði heldur gefur eingöngu hugmynd um ástandið á því augnabliki þegar sýnið er tekið. Sjónræn skoðun þjálfaðra skoðunaraðila og rakamæling er mikilvægasta skrefið í að meta áhættu í húsnæði varðandi raka.

Það er undantekningarlaust mikilvægast að fá ráðgjöf um hvernig eigi að bregðast við í hverju tilfelli.

Í hverri heimsókn er einnig bent á atriði sem mega betur fara til þess að auka loftgæði innandyra. Einnig er farið yfir þau atriði sem má laga til þess að minnka líkur á einkennum vegna astma ef óskað er eftir því.

Sýnataka

Hús & heilsa býður þjónustu við sýnatöku. Leitað er að upptökum raka með rakamælum og ástand lagna skoðað. Ef sjáanlegur sveppur finnst er tekið sýni til að greina og loftsýni ef þess þarf. Þegar niðurstöður liggja fyrir er veitt ráðgjöf í samræmi við niðurstöður sýnatöku.

Einnig er í boði ráðgjöf til að ná bættri heilsu sem byggir á reynslu annarra sem lent hafa svipuðum aðstæðum.

Sýni eru send til greiningar á rannsóknarstofu EFLU, óháðri rannsóknarstofu hérlendis, til Noregs, Danmerkur eða til Bandaríkjanna.

Skýrsla á ensku fylgir sýnum sem eru greind í USA EMLab og á norsku frá MYCOTEAM

 • Sýnataka
 • Loftsýni
 • Bio tape sýni
 • Ráðgjöf við hreinsun
 • Loftsýni til að mæla aðrar agnir í lofti (ofnæmisvaka)
 • qPCR sýni DNA greining af ryki ákveðnar tegundir
wordpress