svep

Sveppurinn farinn en eitrið kannski eftir

Ruv1Myglusveppir og óheilnæmt húsnæði af þeirra völdum var vel þekkt vandamál langt fram eftir 20. öld en á síðari hluta aldarinnar batnaði húsakostur til muna. Upp úr síðustu aldamótum varð sveppa síðan vart í vaxandi mæli. Ástæðan ekki að fullu ljós en hugsanlega er aukin þekking almennings skýringin.

Kjöraðstæður myglusvepps eru mikill raki sem stundum nær að safnast upp á lítt sýnilegum flötum hússins. Sveppurinn myndar gró sem geta valdið ertingu en skaðlegri eru þó eiturefni sem hann framleiðir og geta setið eftir þótt sveppnum sjálfum sé eytt.

Björn Marteinsson arkítekt og verkfræðingur hjá Nýsköpunarmiðstöð og Þorsteinn Þorsteinsson hjá tjónasviði VÍS eru meðal þeirra sem tóku þátt í málþingi um raka og myglu í byggingum í september síðastliðnum. Í dag er rætt við þá í Sjónmáli.

Hlusta á umfjöllun

Það má finna myglusvepp í öllum húsum
Flúði heim­ilið vegna myglu­svepps
wordpress