RUV: Mygla tvöfaldar líkur á astma febrúar 2013

 

myglusveppur_i_50_husumSérfræðingur í ofnæmislækningum er ekki í neinum vafa um að það sé heilsuspillandi að búa í húsum á Egilsstöðum og Reyðarfirði þar sem mygla er í þökum. Rannsóknir sýna að mygla eykur líkur á astma og öðrum öndunarfærasjúkdómum.

 

Um 50 manns mættu á upplýsingafund um áhrif myglu á heilsu í Egilsstaðaskóla í gærkvöld. Á fundinn kom Haraldur Briem sóttvarnarlæknir og svaraði því meðal annars hvort ekki væri nauðsynlegt að setja viðmið um hve mikil mygla teljist heilsuspillandi. Íbúar í mygluðum húsum þurfi að hafa slíkt vopn í höndum. Svar Haraldar var einfalt; raki og mygla í íbúarhúsnæði væru alltaf heilsuspillandi. Undir það tók Michael Clausen, sérfræðingur í barna- og ofnæmissjúkdómum.

Lesa alla fréttina

 

wordpress