RUV: Mygla: Hálft ár að senda skýrslu

myglusveppur_i_50_husumMannvirkjastofnun bíður enn formlegrar tilkynningar um myglu í húsum á Egilsstöðum og Reyðarfirði. Byggingafulltrúinn eystra hefur vitað af myglunni frá því í vor.

Myglusveppur hefur grafið um sig í að minnsta kosti 50 nýlegum húsum á Reyðarfirði og Egilsstöðum, eins og fram kom í fréttum okkar í síðustu viku. Fólk sem býr í húsunum rekur veikindi bæði barna og fullorðinna til sveppsins. Umfangið er þvílíkt að þetta mál er einsdæmi að mati sérfræðinga. Sveppamengun í húsum getur sannanlega valdið veikindum, sagði Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir og prófessor í ónæmisfræði, í fréttum um helgina. Bæði geti gró valdið einkennum og eins toxín-efni sem sveppirnir geta gefið frá sér.

Skoða alla fréttina

wordpress