leiks

Leik­skóla lokað vegna myglu­svepps

leiksHús­næði leik­skól­ans Krakka­borg­ar í Flóa­hreppi hef­ur verið í at­hug­un und­an­farið vegna raka og hugs­an­legr­ar myglu.

Í gær bár­ust niður­stöður frá Nátt­úru­fræðistofn­un Íslands þess efn­is að myglu­svepp sé að finna í hús­næði leik­skól­ans, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um á vef Flóa­hrepps.

Leik­skóla­stjórn­end­ur, formaður fræðslu­nefnd­ar, sveit­ar­stjóri og odd­viti hafa fundað um málið og tek­in hef­ur verið ákvörðun um að loka leik­skól­an­um í Þing­borg um óákveðinn tíma og sér­fróðir aðilar fengn­ir til ráðgjaf­ar varðandi fram­haldið.

Leik­skól­an­um verður fundið bráðabirgðahús­næði eins fljótt og unnt er og stefnt er að því að starfs­menn leik­skól­ans geti tekið verði á móti börn­un­um hið allra fyrsta.

Lesa alla fréttina

wordpress