images3

50 þúsund hús sýkt af svepp

images3Gert er ráð fyrir að um 30 prósent íslenskra húsa séu sýkt af myglusvepp. Um 160 þúsund hús eru skráð á Íslandi, þar af 70 þúsund íbúðahús sem í eru um 130 þúsund íbúðir. 

Indriði Níelsson verkfræðingur segir að gera megi ráð fyrir því að hlutfall myglusvepps í húsum hér á landi sé eins og í nágrannalöndum okkar, ef marka megi rannsóknir. 
Hann segir svepp geta komið upp í gömlum húsum sem nýjum, allt snúist það um rakastig. 

„Ef nýtt hús er illa byggt getur hann hæglega komið þar upp,“ segir hann. „Við fengum nýlega verkefni þar sem fjölskylda í nýju húsi þurfti að flytja út í tvo mánuði. Heimilisfaðirinn náði heilsu um leið og hann flutti að heiman.“ 

Í grein sem Indriði skrifar í Gangverk, fréttarit Verkís, kemur fram að reikna megi með að myglusveppur, eða „húsasótt“, sé algengari á heimilum en í öðrum húsum. Íbúar geti verið seinir að átta sig á ástandinu og viðgerðir geti verið kostnaðarsamar. Oft geti lausnin þó einfaldlega falist í því að opna glugga og lofta vel út. 

Lesa alla fréttina

wordpress