myglaa

Mygla vex þar sem raki er

myglaa„Já, held­ur bet­ur, það er í raun­inni búið að vera mikið að gera allt síðasta ár, sér­stak­lega síðan í haust þegar þetta kom upp á Eg­ils­stöðum. Það hef­ur þó verið ein­stak­lega mikið und­an­farið, í des­em­ber og janú­ar,“ seg­ir Sylgja Dögg Sig­ur­jóns­dótt­ir spurð hvort það sé búið að vera mikið að gera að und­an­förnu í kjöl­farið á umræðu um myglu­svepp í hús­um.

Sylgja rek­ur fyr­ir­tækið Hús og heilsu sem sér­hæf­ir sig í skoðun og rann­sókn­um á hús­næði með til­liti til raka og þeirra líf­vera sem vaxa við þær aðstæður.

„Bara fimmtu­dag og föstu­dag komu inn um 60 er­indi hvorn dag­inn. Í venju­legu ár­ferði eru þetta kannski 20 til 30 er­indi á dag.“

Sylgja seg­ir fólk hafi áhuga á því að láta skoða hý­býli sín og kanna hvort eitt­hvað gæti verið að og hvort heilsu­far­s­ein­kenni geti tengst raka og myglu. „Auðvitað er fullt af öðrum þátt­um inn­an­dyra sem þarf líka að horfa á, mygla er ekki alltaf ástæðan. Við reyn­um að skoða alla þætti inni­lofts og bend­um fólki á að skoða líf sitt, t.d hvort það er ný­komið með kött og slíkt.“

Sjá alla fréttina hér

Flúði heim­ilið vegna myglu­svepps
Leki á gjör­gæsl­unni í haust
wordpress