EFLU þing – Hús og heilsa – húsfyllir

EFLU þing 23.janúar 2017

EFLA verkfræðistofa hélt fagráðstefnu mánudaginn 23.janúar þar sem fjallað var um rakaskemmdir, myglu, byggingar og heilsufar. Húsfyllir var á ráðstefnunni og voru um 200 manns samankomnir til að hlýða á fyrirlesara dagsins sem fjölluðu um málefnin á þverfaglegum grunni.

Erindin voru af margvíslegum toga og m.a. fjölluðu tveir læknar um heilsubrest vegna rakaskemmda, aðili sem hafði lent í veikindum vegna rakaskemmda sagði frá upplifun sinni. Þá fjölluðu fulltrúar Íslandsbanka frá því þegar mygla fannst í húsnæði þeirra við Kirkjusand og hvaða viðbragðsáætlun fór í gang í kjölfarið. Fagstjóri bygginga frá Mannvirkjastofnun fjallaði um leiðir að bættu eftirliti mannvirkjahönnunar. Þá fjölluðu starfsmenn EFLU um greiningu rakaskemmda og fyrirbyggjandi aðgerðir þar að lútandi.

Sjá nánar…

20170127_Radstefna_HogH7 husogheilsa_fyrir_vef

wordpress