Þessi einkenni eru frekar almenn, hvernig get ég komist að raun um hver geti verið orsökin?

Mikilvægt er að skrá niður hjá sér einkenni og líðan mjög reglulega og athuga hvort að eitthvað í umhverfinu breytist um leið. Einnig þarf að vera meðvitaður um hvað í umhverfinu auki á vanlíðan. Umhverfi, húsnæði, fæða, bifreið, klæðnaður eða vinnuumhverfi. Hvenær dagsins eða ársins eru einkenni verst. Hvenær eru upptök veikinda—hvenær fór fyrst að bera á einkennum? Hvað hefur breyst í mínu nánasta umhverfi ? Margir verða í kjölfar viðkvæmir fyrir öðrum kemískum efnum eins og lyktarefnum eða hreinsiefnum. Einnig getur komið fram óþol sem ekki greinist sem ofnæmi.

wordpress