Er í lagi að þrífa myglu með sterku hreinsiefni ?

Myglusveppir drepast ekki við meðhöndlun með venjulegum hreinsiefnum sem eru notuð við heimilishald. Það er ekkert efni sem dugar sem lausn gegn myglu, það þarf að fjarlægja mygluna, efnin eru eingöngu notuð sem varúðarráðstöfun. Aldrei er mælt með að hreinsa með sterkum efnum sem hafa árhif á loftgæði innandyra. Þegar mygla þornar dreifist hún frekar.Leiðarvísar nágrannalanda okkar mæla með því að fjarlægja mygluna og síðan hreinsa svæðið á eftir. Þá er myglan fjarlægð og undirliggjandi æti eins og til dæmis málning, þéttiefni eða lím. Þar sem um er að ræða timbur fer það eftir því hvort að timbrið er gegnheilt hvort hægt er að slípa eða hefla. Ef um er að ræða spónaplötur eða álika þarf að fjarlægja þann hluta timbursins sem hefur blotnað og hugsanlega myglað.

wordpress