Rakaskemmdir og mygla - Fyrirtæki

Raki, Mygla, Innivist, Myglusveppir, Leki, Lekavandamál, Skemmdir vegna myglu, Skemmdir vegna raka, Rakamæling

EFLA er leiðandi á markaði þegar kemur að rannsóknum og ráðgjöf vegna rakaskemmda og myglu á vinnustöðum og heimilum. 


Reynsla og fagþekking á rakavandamálum skiptir sköpum þegar kemur að mati á fasteignum vegna rakaskemmda, en sérfræðingar EFLU hafa í gegnum tíðina skoðað yfir 7.000 byggingar á Íslandi. 

Tengiliðir

Ástæða þess að byggingar skemmast má í 80% tilfella rekja til raka í húsnæðinu hvort sem er vegna rakaþéttingar, leka eða vatnstjóna. Hagsmunir fasteignaeigenda ættu því að liggja í því að sinna viðhaldi á fasteignum, sjá til þess að byggingin sé þurr og laus við raka þannig að vellíðan og heilsufar notenda skerðist ekki. 

Auk rakamælinga á fasteigninni eru einnig framkvæmdar loftgæðamælingar, greining á útgufun efna, loftskiptum og efnisvali.

Ávallt er lögð áhersla á að bæta ástand bygginga út frá hagsmunum fasteignaeigenda og notenda.

Heilsufarstengdur áhættuþáttur

Rakaskemmdir og mygla í byggingum er áhættuþáttur fyrir heilsufar og líðan manna. Það er því mikilvægt að leita leiða til að draga úr þeirri áhættu.

Á meðal þjónustusviða eru

  • Rakamæling í húsbyggingum
  • Skoðun og ástandsmat
  • Sýnataka og greining
  • Loftgæðamælingar
  • Efnamælingar
  • qPCR sýni, DNA greining á ryki og ákveðnum tegundum myglu
  • Ráðgjöf vegna hreinsunar og/eða flutninga úr rakaskemmdu húsnæði
  • Gerð verkferla vegna þrifa við og eftir rakaskemmdir
  • Gerð verkferla í tengslum við tilfærslur starfsstöðva innanhúss
  • Agnamælingar

Vantar þig ráðgjöf?

EFLA veitir ráðgjöf í síma eða kemur á staðinn. Sendu okkur línu með því að smella á hnappinn "Bóka skoðun" og við verðum í sambandi við þig. 

Bóka skoðun


Ef þú ert að leita að skoðun á raka eða myglu í heimili, smelltu hér.

Algengar spurningar og svör

Við hvaða aðstæður finnst mygla?

Þar sem vatn hefur náð að liggja í meira en tvo sólarhringa eða raki hefur myndast er mögulegt að mygla og bakteríur nái að vaxa. Kjöraðstæður eru þar sem er raki, hitastig (0-38C) og æti (lífræn efni).

Hvar í húsnæði er helst að finna rakaskemmdir og myglu?

Þar sem hefur orðið leki, vatnstjón eða rakaþétting. Helstu svæði eru í kjallara, votrýmum, í kringum glugga og hurðir, þakrými og við útveggi. Helstu vísbendingar eru rakaskemmdir eins og bólgin málning eða litabreytingar í byggingarefnum. Oftast er lítið sjáanlegt á yfirborði og mygla getur leynst inni í byggingarhlutum, undir gólfefnum, innan í veggjum og á bak við húsgögn eða innréttingar.

Hvað á ég að gera ef mig grunar að mygla sé í húsnæðinu?

Byrja á því að kanna hvort að einhver leki eða vatnstjón hafi átt sér stað. Þá þarf að skoða hvort eitthvað sé sjáanlegt á yfirborði eða athuga hvort rakaskemmdir séu í byggingarefnum. Til þess að ganga úr skugga um það þarf sérfræðiálit þar sem notaður er rakamælir við skoðun. 

Í kjölfarið er hægt að fá viðeigandi ráðgjöf fyrir hvert tilfelli. Hægt er að taka sýni til að skera úr um hvort að mygla finnist.

Get ég sjálf(ur) hreinsað myglusvepp úr húsnæði?

Já ef svæðið er lítið og viðráðanlegt. Mikilvægast er að stöðva rakamyndun og leka. Hreinsun skal þó ekki framkvæma nema fá upplýsingar um hvernig eigi að bera sig að. Nota hlífðarbúnað sem hentar hverju tilfelli. Einnig þarf að velja hentug efni og áhöld. 

Afþurrkun, mild hreinsi- og sótthreinsiefni henta í mörgum tilfellum þar sem umfangið er lítið.

Er í lagi að þrífa myglu með sterku hreinsiefni?

Myglusveppir drepast ekki við meðhöndlun með algengum hreinsiefnum sem eru notuð við venjuleg þrif. Það dugar heldur ekki að úða með sótthreinsiefnum án frekari aðgerða. Til þess að takmarka áhrif vegna rakaskemmda og myglu þarf að fjarlægja skemmd byggingarefni og hreinsa á eftir með efnum með sótthreinsandi eiginleikum. 

Hafa ber í huga að þar sem rakaskemmdir eru dafna einnig óæskilegar bakteríur. 

Af hverju þekkja ekki allir heilbrigðisstarfsmenn tengslin á milli raka í húsnæði og heilsufarseinkenna?

Árið 2009 gaf Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) út tilskipun um að raki og mygla í húsnæði væri áhættuþáttur fyrir heilsu. Sýnt hefur verið fram á tengsl þess að dvelja í rakaskemmdu húsnæði og fjölda einkenna frá öndunarfærum, auknum sýkingum og truflunar í ónæmiskerfi. 

Einungis fáir heilbrigðisstarfsmenn hérlendis hafa tileinkað sér þessar niðurstöður rannsókna sem eru ennþá í gangi og margt sem er óljóst. Það eru alltaf fleiri og fleiri sem þekkja þessa áhættu. Það sem gerir erfitt fyrir er að meðferð við þessum einkennum er oft flókin og erfið.

Heilsufarseinkenni mín eru frekar almenn, hvernig get ég
komist að raun um hver gæti verið orsökin?

Mikilvægt er að skrá niður hjá sér einkenni og líðan og fylgjast með hvort einhver fylgni sé á milli tíðni og styrks einkenna við viðveru í ákveðnu húsnæði eða við ákveðnar aðstæður. Einnig þarf að skoða aðra umhverfisþætti á sama tíma. 

Flestir geta fundið til þessara einkenna stöku sinnum en það sem aðgreinir einkenni af völdum myglusveppa er að þau minnka eða hverfa þegar húsnæði er yfirgefið eða lagfært.

Tengd þjónusta


Var efnið hjálplegt? Nei