Hvar í húsnæði er helst að leita að myglu?

Í rökum kjallara, þvottahúsi, baðherbergi, vaskaskáp, ruslaskáp. Efst í hornum í svefnherbergjum, á gluggapóstum og í bílskúrum. Mjög algengt er að finna sveppamyglu í þvottavélum—sérstaklega hjá þeim sem nota mýkingarefni. Þessi svæði eru einkennandi fyrir myglu sem er sýnileg. Þegar mygla er falin innan í veggjum, undir gólfefnum eða annars staðar er oft ekkert sjáanlegt og þá þarf reynslumikill skoðunaraðili að skoða og rakamæla.

wordpress