Velkomin

Sameining Húss og heilsu við EFLU verkfræðistofu.

ATHUGIÐ nýtt símanúmer 665 6244 og netfang sds@efla.is

Hús og heilsa er fyrsta fyrirtækið á Íslandi sem sérhæfir sig í rannsóknum og ráðgjöf á innivist, raka og myglu í byggingum. Tilgangur fyrirtækisins var að vekja almenning og stjórnvöld til umhugsunar um mikilvægi innilofts, sérstaklega þar sem Íslendingar dvelja mikið innandyra. Fyrirtækið hefur verið algjörlega leiðandi á þessu sviði. Núna tæpum 10 árum síðar þá er komið að tímamótum.

EFLA verkfræðistofa hefur langa reynslu í greiningu skemmda í byggingum, stjórnun viðhaldsaðgerða og hefur innanborðs nokkra af helstu sérfræðingum Íslands í eðlisfræði bygginga og greiningu á rakamyndun með öllum þeim hættum sem slíku fylgir.

Það hefur nú verið ákveðið að Hús og Heilsa sameinist EFLU verkfræðistofu.

EFLA-Húsogheilsa

Á meðfylgjandi mynd má sjá þá Sverri Jóhannesson, Ríkharð Kristjánsson og Arinbjörn Friðriksson frá EFLU bjóða nýja starfsmenn byggingarsviðs til starfa, þau Sylgju Dögg Sigurjónsdóttur og Kristmann Magnússon.

Með þessari sameiningu verður til nýtt og öflugt fagsvið innan Byggingarsviðs EFLU sem ber nafnið Hús og heilsa. Þetta fagsvið mun starfa þverfaglega með öðrum sviðum EFLU við að rannsaka og veita ráðgjöf um vellíðan notenda í byggingum.  Þá þarf að huga að umhverfi, aðgengi, skipulagi, loftgæðum, innivist, hljóðvist, efnisvali, lýsingu og öryggi svo eitthvað sé nefnt.

Fagmennska, fræðsla, forvarnir og fyrirhyggja við hönnun, framkvæmdir og viðhald er undirstaðan að árangri. Fjármunir Íslendinga eru að mestu bundnir í fasteignum og til þess að þær haldi notagildi sínu sem umhverfi fólks þarf að huga að mörgum þáttum.

Fyrstu verkefni nýs fagsviðs er að halda áfram að óbreyttu rannsóknum og ráðgjöf vegna raka, myglu og innilofts og stefnan svo sett á heilstæðri ráðgjöf er varðar heilbrigði notenda í byggingum.

 

 

first_box_img-1

Um Hús & heilsu,
Upplýsingasíða þar sem hægt er að finna heimilidir og fróðleik varðandi loftgæði, raka og myglu í húsum.

first_box_img-1

Hús & heilsa er fyrsta fyrirtækið á Íslandi sem sérhæfir sig í raka- og mygluskoðunum.

first_box_img-1

Ráðgjöf og eftirlit með framkvæmdum. Engin efni ein og sér, einföld þokun eða úðun virkar

first_box_img-1

Hægt er að panta skoðun fyrir heimili eða vinnustaði með því að senda fyrirspurn á netfangið  sds@efla.is

 

UST 2015: Inniloft, raki og mygla í híbýlum; Leiðbeiningar fyrir almenning

Umhverfisstofnun hefur gefið út leiðbeiningar fyrir almenning um raka og myglu, þær má nálgas

Lesa meira

Samantekt úr skýrslu WHO frá 2009

The background material for the review was prepared by invited experts and discussed at a WHO workin

Lesa meira

Betri byggingar- bætt heilsa Grand hótel 24.nóvember 2015

TAKIÐ DAGINN FRÁ - nánar auglýst síðar

Lesa meira

Hringbraut: Umfjöllun um raka og myglu í húsnæði, viðtal við Sylgju Dögg Sigurjónsdóttur

Hérna er hægt að horfa á viðtalið.

Lesa meira

Starfsfólk

sylgjaprofile

Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir

B.Sc líffræði, Certified mold inspector CMI

Hús og heilsa

Kristmann Magnússon

B.Sc byggingar-tæknifræðingur, löggiltur mannvirkjahönnuður og húsasmíðameistari.